„Salan sýnir svart á hvítu hvar þörfin á markaðnum liggur, en 87% íbúðanna seldust til fyrstu kaupenda, 80% kaupenda eru 30 ára og yngri og 47% nýttu sér hlutdeildarlán til að brúa bilið við kaupin,“ segir Einar Páll Kjærnested hjá Byggingafélaginu Bakka um góðar viðtökur markaðarins á tveggja og þriggja herbergja íbúðum við Huldugötu í Mosfellsbæ.