Bifreið var fyrir slysni ekið inn í verslun miðsvæðis í borginni og engan sakaði en þrír slösuðust þegar bíl var ekið á ljósastaur. Ein af bifreiðum lögreglunnar.Birgir Þór Harðarson Tveir menn voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt, annar fyrir brot á tilkynningarskyldu og hinn fyrir að sinna ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu. Ekki kemur fram í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hver þau fyrirmæli voru en báðir gistu fangageymslur í morgun. Gangandi vegfarandi slapp við meiðsl þegar ekið var á hann í úthverfi. Önnur verkefni lögreglunnar tengdust veikindum fólks eða annarlegu ástandi þess.