Birta í borgar­stjórn – fyrir barna­fjöl­skyldur og út­hverfin

Í vor eru mikilvægar kosningar um framtíð Reykjavíkurborgar og þann 24. janúar fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni. Ég heiti Bjarnveig Birta og býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ég er 33 ára rekstrarstjóri, þriggja barna móðir úr Grafarvogi og sigraði í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í vetur.