Fjöl­skyldur í fyrsta sæti í Kópa­vogi

Ég er alin upp á landsbyggðinni og það sem heillaði mig við Kópavog var að þetta er eins og að búa í litlum bæ í borg. Hér er að finna nálægð við náttúru og samheldið samfélag, en líka fjölbreytt tækifæri, mannlíf og þjónustu sem ekki finnast alls staðar annars staðar á landinu og þóttu alls ekki sjálfsögð þegar ég var að alast upp. Að velja Kópavog sem stað til að búa á og ala upp börn eftir langa dvöl erlendis var því ekki erfið ákvörðun.