Opið bréf vegna lang­varandi ein­angrunar

Ég leyfi mér hér með að beina opnu bréfi til Fangelsismálastofnunar vegna langvarandi einangrunar Anítu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir mikla og ítrekaða gagnrýni, meðal annars frá Amnesty International, situr Aníta enn í einangrun. Upphaflega stóð til að henni yrði sleppt úr einangrun 22. desember, en sú ákvörðun var framlengd um fjórar vikur. Við það mun hún hafa setið í einangrun í samtals um 144 daga. Á sama tíma liggur fyrir að hún hefur ekki verið dæmd í máli sínu og að aðalmeðferð er ekki áætluð fyrr en í febrúar.