Fiskeldi : 7,9% af atvinnutekjum á Vestfjörðum

Hlutdeild fiskeldis var 7,9% af atvinnutekjum á Vestfjörðum á árinu 2024. Árið 2023 var hlutdeildin 7,8%. Í öðrum landshlutum er hæsta hlutdeild fiskeldis 1,5% á Austurlandi, en hlutdeild greinarinnar í atvinnutekjum landsins alls er 0,5%. Vægi fiskeldis á Vestfjörðum var því 16 sinnum meira en á landinu öllu og fimm sinnum meira en á Austurlandi. […]