Heimildarmyndin Maðurinn sem elskar tónlist fjallar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar og verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Á sjötíu ára tónlistarferli hefur Þórir unnið með mörgum þekktustu tónlistarmönnum Íslands en líka erlendum stórstjörnum á borð við Elton John, ABBA, Rolling Stones, Donnu Summer og Grace Jones.