Samherji kaupir 49 prósent í norsku lýsisfyritæki

Berg LipidTech AS í Álasundi framleiðir lýsi fyrir heildsölumarkað, einkum úr þorskalifur og laxi, og selur afurðir um allan heim. Kaupin Samherja á fyrirtækinu eru sögð skapa tækifæri til frekari fullvinnslu aukaafurða Samherja samhliða því að efla samkeppnishæfni Berg LipidTech.