Lindex lokar verslunum sínum á Íslandi

Fataverslunin Lindex lokar öllum verslunum sínum hérlendis þann 28. febrúar. Alls eru verslanirnar tíu talsins og eru staðsettar víðsvegar um allt land. Í sameiginlegri tilkynningu frá LDX19, rekstraraðila Lindex á Íslandi og móðurfélagsins Lindex AB í Svíþjóð kemur fram að verslanirnar verði starfandi samkvæmt venju út janúar, síðar verður tilkynnt um lokanir einstakra verslana. Ekki náðist að endurnýja umboðssamning en samræður um nýjan samning segir Albert hafa verið lengi í gangi. LDX19 er íslenskt verslunarfyrirtæki í eigu hjónanna Alberts Þórs Magnússonar og Lóu Dagbjartar Kristjánsdóttur, þau hafa rekið verslanir Lindex hérlendis frá árinu 2011. Hjónin reka einnig aðrar verslanir hérlendis samkvæmt sérleyfi, þær verslanir eru Gina Tricot, Mango í Smáralind, Emil & Lina og Mayoral. Í tilkynningunni segir að lokunin marki lok á langvarandi samstarfi fyrirtækjanna á grundvelli sérleyfissamnings á íslenskum markaði. Eins segir að vörumerkið hafi byggt upp sterkan viðskiptahóp og náð frábærum árangri í rekstri fyrirtækisins. Fréttin verður uppfærð.