Macron segir Bandaríkin snúa baki við bandamönnum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti beindi spjótum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta í árlegu ávarpi sínu til franskra sendiherra í dag. Hann sakaði Bandaríkin um að snúa baki við tilteknum bandamönnum sínum og brjótast undan alþjóðareglum, líkt og hann orðaði það. Þetta dragi úr áhrifum af starfsemi alþjóðlegra stofnana. „Við lifum í heimi stórvelda sem freistast til þess að skipta heiminum sín á milli,“ sagði Macron. Emmanuel Macron og Donald Trump.Samsett / EPA / LUDOVIC MARIN / AARON SCHWARTZ