Menningarviðurkenningar RÚV 2025 – Bein útsending

Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2025 verða veittar í Útvarpshúsinu að viðstöddum viðurkenningarhöfum og gestum. Sýnt er frá athöfninni í beinni útsendingu. Rithöfundasjóður veitir viðurkenningu auk þess sem styrkþegum úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu er fagnað. Rás 2 veitir Krókinn, viðurkenningu fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning á árinu 2025 og tilkynnt er hvert orð ársins er að mati hlustenda. Ávarp flytja Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Halla Harðardóttir er kynnir.