Búrhval rak á land við bæinn Strandsel í Ísafjarðadjúpi. Björgunarsveitin Kofri á Súðavík var kölluð út í gær en ekki tókst að bjarga hvalnum. Óljóst er hvort hræ hvalsins, sem staðsett er 500 metrum norðan við Strandsel, verður fjarlægt. Aðalsteinn L. Valdimarsson, ábúandi á bænum, segist ekki hafa séð hvalreka áður á þessum stað. Hann segir að nú sé allavega stutt í hvalaskoðun fyrir þá ferðamenn sem eiga leið hjá. Hafrannsóknarstofnun mun koma og rannsaka hræ hvalsins á næstu dögum. Samkvæmt gátlista MAST um förgun hvalshræs er fyrsti valkostur að leyfa hræinu að vera á sínum stað og leyfa náttúrunni að hafa sinn gang. Ef hræið veldur hins vegar miklum ama, mengun eða slyshættu eru aðrar förgunaraðgerðir að urða hræinu á dvalarstað eða á öðrum stað eða sökkva því á hafi úti.