Keyrum þetta ár í gang

Jón Jónsson & Sylvía Nótt – Einhver þarf að segja það Nú árið er liðið og flest yfir meðallagi ánægð með lokalag Áramótaskaupsins sem að þessu sinni var í flutningi Jóns Jónssonar og Sylvíu Nóttar. Einhver þarf að segja það, þetta er lag í anda Bruno Mars eftir þá Jón Jónsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Ásgeir Orra Ásgeirsson. Ágústa Eva Erlendsdóttir söng sem Sylvía Nótt. Power Paladin – Sword Vigor Er þungarokkshljómsveitin Power Paladin okkar næsta útflutningsafurð í poppinu, spyrja sum sjálf sig þegar útgerðin er í öndunarvél. Ástæðan er sú að lagið Sword Vigor er komið með tæplega 400 þúsund áhorf á stuttum tíma á YouTube. Lagið verður á breiðskífunni Beyond the Reach of Enchantment sem kemur út í mars. Krakkaskaup 2025 – Hjartans þakkir Þá er það lokalag Krakkaskaupsins sem heitir Hjartans þakkir og er eftir Írisi Rós Ragnhildardóttur. Hún semur líka textann með þeim Árni Beinteini og Vilhjálmi B. Bragasyni. Ingi Þór Garðarsson framleiddi og stjórnaði upptöku. Undiraldan fimmtudaginn 8. janúar Undiraldan er komin á fullt stím á nýju ári með fimmtán nýjum íslenskum lögum, meðal annars frá Jóni Jónssyni og Sylvíu Nótt, Power Paladin og Pétri Ben. Pétur Ben – Pink Cream Þriðja plata Péturs Ben, Painted Blue, kom út í lok nóvember og er hans fyrsta í rúmlega áratug. Hann hefur þrátt fyrir það haft nóg að gera við að vinna með öllum frá Nick Cave yfir í Bubba Morthens og Emelíönu Torrini. Nýja platan inniheldur níu frumsamin lög frá Pétri og þar á meðal er Pink Cream. Kvartett Einars Scheving og Ragnheiður Gröndal – Hver stund með þér Milli jóla og nýárs kom út lagið Hver stund með þér með Kvartett Einars Scheving og sungið af Ragnheiði Gröndal. Lagið segja þau á mörkum dægur-, þjóðlaga-, og djasstónlistar en lagið er eftir Einar Scheving. Guðný María – High Club Mile High Club er nýjasta lag Guðnýjar Maríu sem hún segir að sé létt og leikandi popplag sem sameinar sjálfsöryggi, húmor og daðrandi frásögn. Lagið leikur sér að hugmyndum um frelsi, fantasíu og flótta frá hversdagsleikanum þar sem ímyndunaraflið fær að fljúga aðeins hærra en vanalega. Ívar Ben – Mánaskin Lagið Mánaskin er önnur smáskífan af væntanlegri plötu Ívars Ben sem kemur út 31. janúar á vínyl og streymisveitum. Smáskífan kemur út á streymisveitum í dag en textinn fjallar um mikilvægi þeirra sem maður elskar og eru innblástur og leiðarljós en maður óskar jafnframt að geri það sem veitir þeim ánægju og gæfu. Undiraldan þriðjudaginn 6. janúar Jakob van Oosterhout, Króli – Hlið við hlið Malen – Sweater Móa – The end of the tunnels Weekendson – The World Fjallabræður – Heimahöfn Warmland – All for All Helgar – Talandi höfuð Undiraldan er komin á fullt stím á nýju ári með fimmtán nýjum íslenskum lögum, meðal annars frá Jóni Jónssyni og Sylvíu Nótt, Power Paladin og Pétri Ben. Lagalisti Undiröldunnar