Guðmundur Ingi Kristinsson hefur ákveðið að hætta sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook. Guðmundur Ingi gekkst undir opna hjartaaðgerð fyrir jól og Inga Sæland hefur gegnt embætti mennta- og barnamálaráðherra síðustu vikur. Fréttin verður uppfærð.