Lindex Sænska félagið Lindex AB hefur gert samning við S4S sem mun taka við rekstri verslana Lindex á Íslandi, þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins. Fyrr í dag tilkynnti fyrrum rekstraraðili að öllum búðum Lindex yrði lokað ekki síðar en 28. febrúar eftir að mistekist hafði að semja við Lindex AB um nýjan umboðssamning. S4S rekur nú þegar fjölmargar verslanir, þar á meðal eru verslanirnar AIR, Steinar Waage, Ellingsen og Kaupfélagið.