Útlit er fyrir nokkuð kalt veður í dag en víða verður nokkuð bjart. Þó gæti orðið él allvíða norðan og austantil. Næstu daga verður frost um um mest allt land en lengst af þurrt frá og með þriðjudegi. Veðurhorfur á landinu til miðnættis annað kvöld: Norðaustlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, en lægir smám saman suðaustantil. Norðlæg átt, þrír til tíu, síðdegis. Allvíða él en léttskýjað að mestu suðvestantil. Hægari norðlæg eða breytileg átt á morgun, stöku él á víð og dreif en yfirleitt þurrt vestantil á landinu. Frost eitt til tólf stig, kaldast inn til landsins. Næstu daga verður norðlæg átt ríkjandi. Úrkoma einkum bundin við norðan og austanvert landið. Hægari breytileg átt og lengst af þurrt frá og með þriðjudegi. Frost um mestallt land og kalt inn á milli.