Skáldsagan Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur er sú bók ætluð fullorðnum sem oftast var lánuð út hjá Borgarbókasafni á síðasta ári. Hún fór 661 sinni í útlán. Í flokki barna- og unglingabóka gerði bókin Harry Potter og viskusteinninn mesta lukku; börnin tóku hana með sér heim í alls 480 skipti.