Unnið er að því að opna hringveginn milli Kálfafells og Jökulsárlóns. Hann lokaðist í hríðarveðrinu sem gekk yfir í gær. Stefnt er að því að hægt verði að opna veginn fyrir umferð um eða upp úr klukkan níu. Björgunarsveitir á Suðausturlandi aðstoðuðu um 200 manns í illviðrinu í gær. Þær voru að til að ganga tíu í gærkvöld. Flytja þurfti fólk úr bílum sínum í fjöldahjálparstöð í Hofgarði í Öræfum. Björgunarsveitir frá Kirkjubæjarklaustri, Öræfum og frá Hornafirði aðstoðuðu ferðamenn allt frá hádegi í gær fram á kvöld.