Byggja 108 ný hjúkrunarrými í Hafnarfirði

Samstarfssamningur íslenska ríkisins, Hafnarfjarðarbæjar og Vigdísarholts um uppbyggingu 108 hjúkrunarrýma í Vatnshlíð í Hafnarfirði markar stóran áfanga í aðgerðum stjórnvalda til að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og tryggja eldra fólki viðeigandi þjónustu.