Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein

Linda Baldvinsdóttir segir aldrei of seint að finna ástina. Linda er 65 ára og nýgift eftir að hafa verið ein meira og minna í tólf ár með stuttum ástarævintýrum inn á milli. Linda kynntist núverandi manni sínum Björgvini Gunnarssyni framkvæmdastjóra, fyrir þremur árum og í dag búa þau saman sem hjón og eru yfir sig ástfangin.