Myndskeið: Stóðu í ströngu til miðnættis

Björgunarsveitarfólk úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu lauk aðgerðum í Öræfum upp úr miðnætti í nótt en vonskuveður var á svæðinu og komust margir ekki leiðar sinnar vegna ófærðar og lokunar á veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns.