Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, er menntaður viðskiptafræðingur og heilsumarkþjálfi. Hún á áhugaverða sögu sem hráfæðiskokkur í Lúxemborg og kann betur en margir að setja saman hollan og góðan mat sem smakkast bara prýðilega vel.