Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi.