„Niðurstaðan úr seiðaleiðangrinum hvað loðnuna varðar er auðvitað afleit því nánast ekkert sást af loðnuseiðum. Þótt ástæða sé til að taka þetta alvarlega verðum við líka að hafa í huga að ástandið í sjónum hefur breyst mikið síðastliðin 2-3 ár. Hár sjávarhiti, sem leiðir af auknu streymi Atlantssjávar norður fyrir land, kann að valda því að loðnan haldi sig fjær landi en áður tíðkaðist. Óvissan sem þessu fylgir er að sjálfsögðu visst áhyggjuefni en það er ástæðulaust að örvænta á þessari stundu. Ég sef alla vega ennþá á nóttunni.“ Þetta sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í Fiskifréttum 12. september 2003.