Mýrdalsjökull mikilfenglegur í byrjun árs

„Þetta var mikilfenglegt að sjá og í raun stórkostleg sýn sem blasti við manni, eins og myndin sýnir. Maður verður agndofa og svo lítill í samanburði við náttúruöflin,“ segir Ríkharður Flemming Jensen flugmaður sem nýverið flaug yfir Mýrdalsjökul og Kötlu á fisvél sinni, TF-203.