Ný kyn­slóð

Alla ævi hef ég gert grín að frambjóðendum. Þegar venjulegt fólk gengur til liðs við þennan þjóðflokk verður það umsvifalaust 30% hressara, fer út að hlaupa strategískt á móti umferð á Sæbraut á álagstímum, setur upp pottaplan í mismunandi sundlaugum og mætir í Bónus á annatíma í stað þess að Wolta eins og venjulegt fólk.