Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál.