Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var bíll fastur á miðjum vegi í morgun og voru vegfarendur þá beðnir um að sýna aðgát. Unnið er að mokstri á heiðinni. Ófært var um Klettsháls um tíma en þar er nú opið, en þæfingsfærð. Á Vestfjörðum er búist við éljagangi fram undir kvöld. Það er hálka eða hálkublettir og sums staðar snjóþekja á flestum leiðum um allt land, en síst suðvestanlands. Fréttin var uppfærð eftir að opnað var um Klettsháls. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði.RÚV / Halla Ólafsdóttir