Aðstæður ekki öruggar og inni- og barnalaug lokað

Inni- og barnalaug Sundhallarinnar í Reykjavík hefur verið lokað vegna bilunar í loftræstikerfi í gömlu byggingunni. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vegna þessa séu aðstæður ekki öruggar, hvorki fyrir gesti né starfsfólk. Ekki hefur tekist að finna út hvað veldur og verða laugarnar lokaðar þar til loftræstingin er komin í lag. „Öll önnur aðstaða er opin og í boði, þ.e. heitu pottarnir þrír, kaldi potturinn, vaðlaugin, útilaugin, eimbaðið og sánan,“ segir í tilkynningunni á Facebook-síðu sundlauga Reykjavíkur. Inni- og barnalaug eru lokaðar.Ljósmynd / Reykjavíkurborg