Magnús Eiríksson lést í gær 80 ára að aldri og fjölmargir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum enda var hann óumdeildur meistaramúsíkant og elskaður af þjóðinni - einn ástsælasti tónlistarmaður og lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu sem var undirstrikað í desember 2024 þegar hann fyrstur íslendinga hlaut þakkarorðu íslenskrar tónlistar á degi íslenskrar tónlistar. Því var fagnað með stórtónleikum í Eldborg í Hörpu sem íslensku þjóðinni var boðið á auk þess sem þeir voru teknir upp fyrir sjónvarpið og sýndir um jólin fyrir ári. Af því tilefni bað Rás 2 nokkra vel valda vini og kollega Magnúsar til að segja um hann nokkur orð sem við höfun nú fléttað saman. Þetta eru þau KK, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Jón Jónsson, Mugison og Páll Óskar.