Fjöldi fólks kom saman í Minneapolis og Portland í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum undanfarna daga. Meira en þúsund mótmæli hafa verið skipulögð um helgina um landið allt og er þess krafist að stjórnvöld stöðvi aðgerðir.