Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, átti fá svör þegar topplið deildarinnar, Valur, rúllaði yfir Fram í Olís-deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 11 marka sigri Vals og segir Haraldur að gæðamunurinn á liðunum hafi verið augljós á öllum sviðum leiksins.