Ríkjandi bikarmeistarar Crystal Palace mættu til leiks í þriðju umferð enska bikarsins í fótbolta í dag og andstæðingurinn var Macclesfield sem leikur í sjöttu efstu deild Englands. Macclesfield komst yfir á 43. mínútu leiksins og leiddi í hálfleik, 1-0. Heimamenn í Macclesfield tvöfölduðu svo forystuna á 60. mínútu og héldu þeirri forystu lengst af. Yéremy Pino skoraði sárabótarmark fyrir ríkjandi meistarana á 90. mínútu og lokatölur urðu 2-1. Sigurinn vakti vitanlega mikla kátínu meðal leikmanna liðsins og ekki síður stuðningsmanna. Hér má sjá myndbrot úr fagnaðarlátunum. Fjölmargir leikir eru á dagskrá enska bikarsins í fótbolta í dag. Þá mættu ríkjandi meistarar til leiks gegn Macclesfield sem leikur í sjöttu efstu deild á Englandi. Macclesfield gerði sér lítið fyrir og sló meistarana úr keppni. Vító í tveimur leikjum Af öðrum úrslitum dagsins má nefna burst Manchester City á Exeter, 10-1. Tveir leikir fóru í vítaspyrnukeppni. Everton og Sunderland voru jöfn 1-1 eftir leiktímann og framlengingu. Vítaspyrnukeppnin var ekki eins jöfn því Sunderland skoraði úr þremur fyrstu þremur og Everton klúðraði fyrstu þremur. Þar með voru úrslitin ráðin og Sunderland fer áfram í næstu umferð. Newcastle mætti Bournemouth og þar varð vítaspyrnukeppni einnig uppi á teningnum því liðin voru enn jöfn eftir framlengingu, 3-3. Öll úrslit dagsins má finna hér.