Tillaga um að óundirbúnar fyrirspurnir verði heimilaðar á fundum í borgarstjórn Reykjavíkur var lögð fram á fundi forsætisnefndar borgarstjórnar í gær, en afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar sem haldinn verður eftir tvær vikur. Það voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem lögðu tillöguna fram.