Hersveitir SDF, kúrdískra lýðræðissveita Sýrlands, hafa samþykkt að yfirgefa þau tvö svæði sem þær héldu í borginni Aleppo. Sýrlenskar öryggissveitir í Sheikh Maqsoud-hverfinu í Aleppo þar sem bardagar geisuðu milli stjórnarhersins og SDF.AP / Ghaith Alsayed Ríkissjónvarpsstöðin SANA greindi frá þessu og sagði SDF hafa undirritað vopnahléssamning við stjórnvöld í Damaskus. Rútur með síðustu hópa SDF-liða hafi yfirgefið borgina og haldi norðaustur í land. Rúmlega tveir tugir hafa fallið í átökum SDF og stjórnarhersins undanfarna daga og 150 þúsund hafa flúið Aleppo. SDF er herafli kúrdísku stjórnarinnar á sjálfsstjórnarsvæðinu Rojava í norðurhluta Sýrlands.