Síðasti leikur Íslands fyrir EM

Karlalandsliðið í handbolta spilar í dag sinn síðasta leik fyrir Evrópumótið sem hefst á fimmtudag. Liðið tekur þátt í æfingamóti í Frakklandi og mætir heimamönnum í dag klukkan 16:00. Ísland vann Slóveníu í fyrri leik sínum á mótinu 32-26 og Frakkar unnu Austurríki. Allir leikmenn íslenska liðsins sem voru í hópnum komu við sögu í leiknum gegn Slóveníu utan Björgvins Páls Gústavssonar. Innkoma Hauks Þrastarsonar var að vísu stutt en Snorri Steinn Guðjónsson nefndi í viðtali við Handkastið að hann gæti fengið meira hlutverk í dag. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 á RÚV.