Það rak marga vegfarendur í rogastans að sjá fjölmarga veiðimenn vera að veiða í Ytri Rangá nú í hádeginu. Fólk á öllum aldri mundaði veiðistangir og veiddi bæði frá bakka og þeir hörðustu höfðu vaðið langt út í á og ýttu frá sér klakahröngli á ánni.