Þriðja röð náttúrulífsþátta David Attenborough um Jörðina, náttúru hennar og dýralíf á öllum árstíðum er á dagskrá í kvöld. Í þætti kvöldsins er fjallað um hafið og meðal annars um það hvernig sæljón hafa breytt náttúrulegri hegðun sinni. Þættirnir eru talsettir á íslensku en sýndir með ensku tali á RÚV 2.