Nýleg umfjöllun Gímaldsins um starfsmann Útlendingastofnunar, sem birti nöfn skjólstæðinga á samfélagsmiðlum, hefur vakið hörð viðbrögð. En þó brot á þagnarskyldu og persónuverndar lögum sé alvarlegt, þá er annað í þessu máli sem ætti að vekja enn meiri áhyggjur: viðhorfið sem birtist í orðalagi starfsmannsins sjálfs.