Ég heyri í barnakór!

Hljóðriti var stofnaður árið 1975 og varð fljótt að einu áhrifamesta upptökuveri Íslands. Hljóðriti í hálfa öld heita heimildarmyndaþættir sem segja sögu hljóðversins og tónlistarinnar sem þar var tekin upp. Í þætti kvöldsins rifjar Björgvin Halldórsson upp sögu af því þegar Ólafur Þórðarson var að stýra upptökum á Bætiflákum Þokkabótar sumarið 1975.