For­sjá varla á­kveðin út­frá erfða­fræði­legum tengslum

Prófessor og sérfræðingur í sifjarétti segist ekki sjá fyrir sér að erfðafræðileg tengsl foreldra við barn sitt gætu ráðið úrslitum í forsjármáli á Íslandi. Hæstiréttur í Noregi hefur nú mál til umfjöllunar þar sem móðir hefur óskað eftir áliti á því hvort dómara á lægra dómstigi var heimilt að horfa til blóðtengsla þegar hann dæmdi föður forsjá.