Rándýr í endursölu en engin útgáfa

Hringadróttinssaga J.R.R. Tolkiens í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensens er orðin að hálfgerðum safngrip en bækurnar, sem eru þrjár talsins, hafa verið ófáanlegar í almennum verslunum í um tvo áratugi.