Megas á miklu flugi

Í þáttaröðinni Hljóðriti í hálfa öld er rakin saga hljóðversins Hljóðrita í Hafnarfirði og sagt frá nokkrum meistaraverkum sem þar urðu til, þar á meðal Á bleikum náttkjólum með Megasi og Spilverkinu. Jónas R. var upptökustjóri og rifjar upp magnað afturábak orgelsóló Karls Sighvatssonar. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í Spilara RÚV.