Írönsk stjórnvöld lýstu í dag yfir þriggja daga þjóðarsorg til minningar um þá sem þau kalla „píslarvotta“, þar á meðal liðsmenn öryggissveita sem féllu í tveggja vikna mótmælum víða um landið. Þetta kom fram í ríkissjónvarpi Írans en AFP segir frá.