Páfi hefur á­hyggjur af tjáningar­frelsi á Vestur­löndum

Leó fjórtándi páfi hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu tjáningarfrelsis á Vesturlöndum. Hann segir tungutak í ætt við það sem lesa má um í skáldsögum Georgs Orwell hafa grafið um sig í samfélaginu. Óljós markmið um inngildingu séu á bak við hina nýju orðræðu, en niðurstaðan sé útskúfun þeirra sem fallast ekki á hugmyndafræðina sem liggur henni til grundvallar.