Fjölmargir íbúar Kyiv enn án hita og rafmagns

Enn er rafmagns- og hitalaust í nokkuð á annað þúsund íbúðablokka í úkraínsku höfuðborginni Kyiv eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa. Íbúðablokk í Kyiv sem skemmdist í árásum Rússa á föstudag.AP / Efrem Lukatsky Volodymyr Zelensky forseti segir Rússlandsher hafa varpað nærri 900 sprengjum á landið í vikunni, skotið 50 eldflaugum og sent þangað um 1.100 árásardróna. Næstum öll höfuðborgin var án hita og rafmagns eftir eldflaugaárás á föstudag. Bresk stjórnvöld hafa boðað samkeppni um hönnun langdrægrar eldflaugar fyrir Úkraínu. Í tilkynningu segir að eldflaugakerfið eigi að vera staðsett á landi og að flaugarnar þurfi að draga yfir fimm hundruð kílómetra. Verkefnið gengur undir vinnuheitinu „Dagsetur“ eða Nightfall.