Jónmundur Grétarsson steig fyrst á svið kornungur í Bugsy Malone sem margir muna eftir í Loftkastalanum. Hann lærði leiklist í San Francisco í Bandaríkjunum og er stofnandi leikhópsins Elefants sem hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar 2023 fyrir Íslandsklukkuna. Nú leikur hann í sýningunni Bústaðurinn sem var frumsýnd í Tjarnarbíói á fimmtudaginn. Gunnar Hansson ræddi við Jónmund í Mannlega þættinum á Rás 1. Fór á gelgjuskeiðið og vildi ekki koma nálægt leiklist Jónmundur var aðeins 12 ára þegar hann kom fyrst fram í Bugsy Malone en fyrir það hafði hann aldrei dreymt um að verða leikari. „Mamma ýtti mér bara svolítið í þetta. Svo fékk ég hlutverkið og þetta gekk í einhver tvö ár.“ „Það var myndband sem fylgdi í kjölfarið á sýningunni sem var tekið upp á Prikinu og var mikið í sýningu. Það er held ég ástæðan fyrir því að fólk man mest eftir mér úr þessu verki því ég er alltaf að minna fólk á að Þorvaldur Davíð var þarna líka – en það muna bara allir eftir þessu lagi.“ „Ég var voða lítið að pæla í þessu ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir hann um leiklistina. „Svo var ég dreginn inn í Borgarleikhúsið í eitt verk þar og svo datt ég inn í talsetningar. Svo í kringum menntaskólaaldurinn þá fór ég á einhverja gelgju og vildi ekki koma nálægt leiklist.“ Það hafi ekki verið fyrr en hann var 25 ára þegar leiklistin kom aftur til hans þegar Gunnar Helgason bauð honum hlutverk í söngleiknum Buddy Holly sem sýndur var í Austurbæ. „Það varð til þess að ég fékk áhugann aftur.“ Þá ákvað hann að fara út á fótboltastyrk í leiklistarskóla í San Francisco. Jónmundur Grétarsson leikari segist smeykur við umræðu á samfélagsmiðlum um kynþáttafordóma. Hann vilji hlífa syni sínum við því sem hann varð fyrir. Nú leikur hann í verkinu Bústaðnum sem snertir á málefninu. Hlaðið verk en merkingin samt ekki í andlitinu á áhorfendum Jónmundur hefur ekki setið auðum höndum frá því hann kom heim úr náminu og leikur nú í verkinu Bústaðurinn eftir Þór Tulinius. Þar er sagt frá hjónunum Boggu og Tedda sem eru í sumarbústaðnum sínum þegar þau verða skyndilega vör við aðkomumann sem umturnar lífi þeirra með nærveru sinni einni saman. Jónmundur tekur undir með Gunnari að það sé ekki erfitt að lesa á milli línanna um hvað verkið snúist raunverulega. „En samt er þetta ótrúlega vel skrifað hjá honum Þóri. Mér finnst þetta vera svo skemmtilegt út af því að þetta er svo mikið og hlaðið en á sama tíma er þetta ekki beint í andlitinu á þér.“ „Hann notar svo skemmtilega leið til að nálgast allt sem hann vill tækla.“ „Maður verður smá hræddur stundum“ Jónmundur varð fyrst var við kynþáttafordóma í sinn garð þegar hann var um tíu ára. Árið 2023 var hann gestur Chanel Bjarkar Sturludóttur í Mannflórunni á RÚV þar sem hann talaði um upplifun sína af því að vera dökkur á hörund á Íslandi. Þar sagðist hann einnig hafa áhyggjur af syni sínum og að hann væri mögulega of dökkur. „Sem er náttúrulega galið.“ Hann segist finna fyrir aukinni umræðu um kynþáttafordóma og fordóma yfirhöfuð. „Þetta eru búnir að vera rosalega skrítnir tímar í rauninni. Það er breyting sem hefur átt sér stað eftir 9/11 árásina, þá fór maður fyrst að taka eftir þessu.“ „Út af samfélagsmiðlum og öllu þá hefur umræðan orðið svolítið ógnvekjandi. Maður verður smá hræddur stundum þegar maður les og sér allt sem er að gerast í heiminum og hvað það er í rauninni stutt á milli að við endurtökum söguna.“ Hann segist hafa upplifað rasisma frá því að hann fór að átta sig á því hvað það væri. „Frá því að maður var örugglega 10–12 ára hefur þetta verið partur af lífi manns. Misgróft og mismikið og allt það en það er kannski fyrst núna sem fólk er byrjað að tala um þetta.“ Hann vill þó taka fram að hann hafi haft það mjög fínt en frá því að hann varð faðir hafi hann velt fyrir sér hvað hann geti gert til að sonur sinn upplifi ekki það sem hann upplifði. Allir voni að heimurinn verði betri fyrir börnin sín og listin sé leiðin til að fá fólk til að hugsa og hlusta. Jónmundur Grétarsson leikari segist smeykur við umræðu á samfélagsmiðlum um kynþáttafordóma. Hann vilji hlífa syni sínum við því sem hann varð fyrir. Nú leikur hann í verkinu Bústaðnum sem snertir á málefninu. Finna má brot úr viðtali Chanel Bjarkar við Jónmund í Mannflórunni í spilaranum hér fyrir ofan. Þó svo að Jónmundur sé stofnandi leikhópsins Elefant telur hann alla þá sem hafa komið að verkefnum hans eiga hópinn með sér. „En ég var bara fyrst og fremst einn sem kom þessu af stað.“ Í upphafi voru allir leikararnir af erlendum uppruna og vann hópurinn markvisst með þá staðreynd. „En vissulega hafa verið hvítir leikarar með okkur líka. En það hefur verið kjarninn í þessu hjá okkur, að fá inn fólk sem maður veit að er listafólk, sama þó það séu leikarar eða sviðshöfundar eða búningahöfundar eða tónlistarfólk.“ Núna stendur hópurinn fyrir sýningunni Þegar ég sé þig, sé ég mig sem verður frumsýnd á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu í lok janúar. „Ég er bara að koma að því sem framleiðandi,“ segir Jónmundur. Erna Kanema Mashinkila leikstýrir verkinu. Á mánudaginn byrjar hann að æfa niðri fyrir sýninguna Gæðablóð sem sýnd verður á stóra sviði Þjóðleikhússins. Hana skrifar hann ásamt Davíð Þór Katrínarsyni og Unnsteini Manuel Stefánssyni. Einnig kom Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri inn í verkefnið fyrir ári. Það er því nóg um að vera hjá Jónmundi. Jónmundur Grétarsson leikari segist smeykur við umræðu á samfélagsmiðlum um kynþáttafordóma. Hann vilji hlífa syni sínum við því sem hann varð fyrir. Nú leikur hann í verkinu Bústaðnum sem snertir á málefninu. Rætt var við Jónmund Grétarsson í Mannlega þættinum á Rás 1. Viðtalið má finna í