Fyrir örfáum árum var líf Noorinu Khalikyar mótað af námi, framtíðardraumum og þeirri trú að hún hefði rödd og val. Hún lagði stund á læknisfræði í Afganistan og starfaði við fræðslu um kvenheilsu og getnaðarvarnir, á tímabili þar sem konur höfðu, að einhverju marki, svigrúm til að mennta sig og láta sig dreyma. Sú veröld hvarf skyndilega þegar stjórnin féll og talibanar tóku völdin.