„Hvers vegna þarf ég að vera bara verk­fræðingur eða bara smiður?“

Það hljómar kannski sem algjör steypa að blanda saman verkfræði, smíði og jazztónlist. En það er nú samt sem áður raunin hjá Magnúsi Rannver Rafnssyni, verkfræðingi, húsasmiði og tónlistarmanni, sem fyrir nokkru gaf út sína aðra plötu á streymisveitunni Spotify.