Nýr barna- og menntamálaráðherra, Inga Sæland, talaði nýverið á Sprengisandi um svokallaða „Finnsku leið“. Það er fagnaðarefni að ráðherra horfi til Finnlands en þangað hefur fagfólk í skólakerfinu lengi horft. Félag grunnskólakennara þýddi fyrir rúmum áratug bókina Finnska leiðin eftir Pasi Sahlberg, einn áhrifamesta menntafræðing Norðurlanda sem gefin var út árið 2011.